M&C Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 21:51 Teymi auglýsingastofunnar í New York skálaði fyrir því að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar herferðar. M&C Saatchi Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira