Milljarðastríð um Bakkavör 28. september 2012 08:15 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl Fréttir Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl
Fréttir Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira