Viðskipti innlent

SFO biður Tchenguiz afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vincent Tchenguiz, th, hefur verið beðinn afsökunar vegna húsleitar á hemili hans og í fyrirtæki.
Vincent Tchenguiz, th, hefur verið beðinn afsökunar vegna húsleitar á hemili hans og í fyrirtæki.
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur beðið fjárfestinn Vincent Tchenguiz afsökunar á mistökum sem stofnunin gerði þegar óskað var eftir húsleitarheimildum í tengslum við viðskipti Tchenguiz við Kaupþing banka. Tchenguiz hefur stefnt SFO og krefst 100 milljóna sterlingspunda bóta, um 19,5 milljarða króna, vegna ærumeiðinga. Serious Fraud Office segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi verið undir miklu álagi og því hafi þeir ekki unnið úr gögnum sem skiptu máli varðandi málið gegn Tchenguiz. Í mars á síðasta ári fóru starfsmenn Serious Fraud Office inn í fyrirtæki Tchenguz og á heimili hans vegna rannsóknar á 100 milljóna sterlingspunda lánasamningi sem Tchenguizfjölskyldusjóðurinn gerði við Kaupþing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×