Viðskipti innlent

Bónust oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ.
Bónus var oftast með lægsta verðið samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ.
Allt að 25% verðmunur var á hæsta og lægsta verði þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverslunum og stórmörkuðum. Þá var Bónus oftast með lægsta verðið á meðan hæsta verðið var oftast að finna í verslunum hjá Samkaupum-Úrvali.

Verðlagseftirlitið kannaði verð í þremur lágvöruverslunum og fjórum stórmörkuðum. Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni.

Alls voru 110 vörutegundir skoðaðar. Þá var Samkaup-Úrval með hæsta verðið í 58 tilvikum, Hagkaup í 31 og Fjarðarkaup í 21. Bónus var með lægsta verðið í 63 vörutegundum. Því næst kom Krónan með lægsta verðið í 29 tilvikum.

Verðmunur á mjólkurvörum var 25% í 17 tilvikum. Minnstur verðmunur var á léttmjólk en hún kostaði það sama hjá Bónus, Krónunni og Fjarðarkaupum eða 109 krónur. Léttmjólkin var dýrust í Nettó, Nóatúni og Hagkaupum og kostaði 110 krónur.

Þá var verðmunur á ávöxtum og grænmeti mikill eða 50-75% í helmingi tilvika. Mestur var verðmunurinn á spínati í poka en það var ódýrast hjá Krónunni og kostaði 1.630 krónur. Dýrast var spínatið hjá Nettó á 2.850 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×