Hill finnst rangt að halda mót í Barein 3. júní 2011 09:10 Damon Hill mætti á frumsýningu myndarinnar um Ayrton Senna í London. Gareth Cattermole/Getty Images/ Universal Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira