Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 10:09 Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00