Viðskipti innlent

DHL ætlar í samkeppni við Íslandspóst í bréfasendingum

Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að flutningsnet þess nái til 220 landa.
Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að flutningsnet þess nái til 220 landa.
Flutningafyrirtækið DHL ætlar að bjóða bréfasendingar til útlanda sem viðbót við aðra flutningsþjónustu og fara í samkeppni við Íslandspóst.

„Nú hefur Íslandspóstur haft einkaleyfi á dreifingu bréfa undir 50 grömmum hér á landi og því ekki haft beina samkeppni í póstsendingum til útlanda. DHL býður því viðskiptavinum sínum kost á því að senda almenn bréf til útlanda sem viðbót við aðra flutningsþjónustu," segir í tilkynningu fyrirtækisins.

„Viðskiptavinum sem nýta sér jólatilboð okkar fer fjölgandi ár frá ári og reglulega höfum við fengið fyrirspurnir frá þeim um hvort ekki sé hægt að senda jólakortin með okkur líka, sem og almennan póst til útlanda. Það má því segja að með þessu séum við að verða við kröfum og óskum viðskiptavina okkar, “ segir Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×