Viðskipti innlent

Spá framhaldi á arðgreiðslum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Markaðspunktar Arion benda á að skráð félög hafi greitt tólf milljarða í arð eftir síðasta rekstrarár.
Markaðspunktar Arion benda á að skráð félög hafi greitt tólf milljarða í arð eftir síðasta rekstrarár. Fréttablaðið/GVA
Líklegt er að hér verði framhald á myndarlegum arðgreiðslum skráðra félaga, að mati greiningardeildar Arion banka. Að baki liggi sterkur fjárhagur og arðgreiðslustefna.

Í nýútkomnum Markaðspunktum er bent á að félög skráð í Kauphöllina hafi nú öll birt uppgjör þriðja ársfjórðungs. „Oftar en ekki voru uppgjörin ívið betri en vænst var sem skýrir að hluta 13 prósenta hækkun aðalvísitölu Kauphallar Íslands frá því uppgjörslotan hófst,“ segir þar.

Fleira hafi líka komið til svo sem óvænt vaxtalækkun og svo sérstakar greiðslur frá tveimur skráðum félögum til hluthafa sinna upp á samtals 7,5 milljarða króna.

Vísað er til kaupa Össurar á eigin bréfum fyrir 3,6 milljarða króna og niðurfærslu hlutafjár og útgreiðslu eigin fjár N1 upp á tæpa 3,9 milljarða.

„Það er saga til næsta bæjar að skráð íslensk félög séu svo vel fjármögnuð að þau geti greitt slíkar fjárhæðir til hluthafa sinna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×