Fréttaskýring: Var símtal Árna dýrasti misskilningur Íslandssögunnar? Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 8. desember 2008 15:49 Það er athyglisvert að hvorki Árni Mathiesen fjármálaráðherra eða Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eiga til minnismiða í fórum sínum um Icesave fundi sína og samtöl við breska ráðamenn. Vitað er að bresk stjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að setja Icesave inn í breskt dótturfélag í haust þegar vitað var að hverju stefndi með íslenska bankakerfið. Icesave-klúðrið mun kosta okkur að minnsta kosti 250 milljarða kr. að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er þá tekið tillit til þess fjármagns sem fæst af væntanlegri sölu eigna Landsbankans í náinni framtíð. Sumir segja að lokareikningurinn gæti orðið allt að 400 milljarðar kr.. Það má því segja að Icesave sé stærsta einstaka klúðrið sem komið hefur íslensku þjóðinni í þá skítastöðu sem hún er í núna. Bæði hvað varðar mikla skuldsetingu ríkissjóðs sem og orðspor landsins í heild á erlendum vettvangi. En ráðherrarnir eiga enga minnismiða af samskiptum sínum við bresk stjórnvöld um Icesave sem er næstum glæpsamlegt þegar umfang málsins er haft í huga. Nú síðast svaraði Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrirspurn um málið á alþingi frá Siv Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins. Svar hans er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir ráðherrann að hann hafi ekki haft hugmynd um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að stofnunin væri tilbúin að standa að flýtimeðferð á Icesave inn í breskt dótturfélag gegn 200 milljón punda greiðslu inn á Tryggingarsjóð innistæðueigenda í Bretlandi. Hinsvegar var Árni spurður um hvað ráðherra væri að vísa í með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling fjármálatráðherra Breta: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Ráðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." „Óskað er eftir því að ráðherra birti í svarinu minnisblöð sem tengjast þessu tilsvari.Fjármálaráðherra taldi að fjármálaráðherra Breta væri að vísa til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á í Seðlabanka Íslands en ekki fengið.Ráðherra hefur engin minnisblöð um það mál," segir í svari Árna við fyrispurn Sifjar. Áður hefur komið fram að megninefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling þann 2. september s.l. var að æskilegt væri að færa Icesave-innistæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. Þetta kom fram í annari fyrirspurn Sivjar til viðskiptaráðherra í síðasta mánuði. Í frétt á visir.is þann 24. nóvember segir að í svari Björgvins komi fram að hann hafi ekki tekið saman formlegt minnisblað um fundinn. Báðir þessir ráðherra eru alls ekki starfi sínu vaxnir ef þeir halda ekki til haga öllum atriðum sem koma upp á fundum og eða samtölum við erlenda ráðherra og ráðamenn. Og þá sérstaklega í mikilvægum málum eins og Icesave. Ásgeir Friðrgeirsson blaðafulltrúi þeirra Björgólfsfeðga segir að til séu alveg skotheldar upplýsingar um að bresk stjórnvöld lögðu fram tilboð um að koma Icesave í breskt dótturfélag í september s.l. gegn því að greiddar yrðu 200 milljónir punda, eða um 40 milljarðar kr. inn á Tryggingareikninginn í Bretlandi. Ásgeir segir ennfremur að Landsbankamenn hafi komið þessum skilaboðum til réttra aðila innan íslenska stjórnkerfisins. Réttir aðilar hafi verið upplýstir um málið en ekkert gerðist. Og þá vaknar spurningin, hvaða ráðherrar aðrir hafa ekki minnismiða um tilboð bresku stjórnarinnar í fórum sínum? Svo má segja að athyglisverður vinkill sé á samtali Árna og Alistairs Darling. Hann er sá að Árni hafi ekki skilið hvað Darling var að fara í fyrrgreindu samtali því á sama tíma var Björgólfur Thor að falast eftir neyðarláni til Landsbankans upp á 200 milljónir evra hér heima. Getur það verið að Árni hafi talið að Darling væri að ræða það mál. Og ekki kveikt á perunni þegar Darling spyr hann síðar í samtalinu hvort hann geri sér grein fyrir hvað þetta þýði mikinn álitishnekki fyrir Ísland. Ef svo er mun þetta samtal fara í sögubækurnar sem dýrustu mistök fyrr og síðar á Íslandi. Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Það er athyglisvert að hvorki Árni Mathiesen fjármálaráðherra eða Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eiga til minnismiða í fórum sínum um Icesave fundi sína og samtöl við breska ráðamenn. Vitað er að bresk stjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að setja Icesave inn í breskt dótturfélag í haust þegar vitað var að hverju stefndi með íslenska bankakerfið. Icesave-klúðrið mun kosta okkur að minnsta kosti 250 milljarða kr. að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er þá tekið tillit til þess fjármagns sem fæst af væntanlegri sölu eigna Landsbankans í náinni framtíð. Sumir segja að lokareikningurinn gæti orðið allt að 400 milljarðar kr.. Það má því segja að Icesave sé stærsta einstaka klúðrið sem komið hefur íslensku þjóðinni í þá skítastöðu sem hún er í núna. Bæði hvað varðar mikla skuldsetingu ríkissjóðs sem og orðspor landsins í heild á erlendum vettvangi. En ráðherrarnir eiga enga minnismiða af samskiptum sínum við bresk stjórnvöld um Icesave sem er næstum glæpsamlegt þegar umfang málsins er haft í huga. Nú síðast svaraði Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrirspurn um málið á alþingi frá Siv Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins. Svar hans er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir ráðherrann að hann hafi ekki haft hugmynd um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að stofnunin væri tilbúin að standa að flýtimeðferð á Icesave inn í breskt dótturfélag gegn 200 milljón punda greiðslu inn á Tryggingarsjóð innistæðueigenda í Bretlandi. Hinsvegar var Árni spurður um hvað ráðherra væri að vísa í með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling fjármálatráðherra Breta: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Ráðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." „Óskað er eftir því að ráðherra birti í svarinu minnisblöð sem tengjast þessu tilsvari.Fjármálaráðherra taldi að fjármálaráðherra Breta væri að vísa til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á í Seðlabanka Íslands en ekki fengið.Ráðherra hefur engin minnisblöð um það mál," segir í svari Árna við fyrispurn Sifjar. Áður hefur komið fram að megninefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling þann 2. september s.l. var að æskilegt væri að færa Icesave-innistæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. Þetta kom fram í annari fyrirspurn Sivjar til viðskiptaráðherra í síðasta mánuði. Í frétt á visir.is þann 24. nóvember segir að í svari Björgvins komi fram að hann hafi ekki tekið saman formlegt minnisblað um fundinn. Báðir þessir ráðherra eru alls ekki starfi sínu vaxnir ef þeir halda ekki til haga öllum atriðum sem koma upp á fundum og eða samtölum við erlenda ráðherra og ráðamenn. Og þá sérstaklega í mikilvægum málum eins og Icesave. Ásgeir Friðrgeirsson blaðafulltrúi þeirra Björgólfsfeðga segir að til séu alveg skotheldar upplýsingar um að bresk stjórnvöld lögðu fram tilboð um að koma Icesave í breskt dótturfélag í september s.l. gegn því að greiddar yrðu 200 milljónir punda, eða um 40 milljarðar kr. inn á Tryggingareikninginn í Bretlandi. Ásgeir segir ennfremur að Landsbankamenn hafi komið þessum skilaboðum til réttra aðila innan íslenska stjórnkerfisins. Réttir aðilar hafi verið upplýstir um málið en ekkert gerðist. Og þá vaknar spurningin, hvaða ráðherrar aðrir hafa ekki minnismiða um tilboð bresku stjórnarinnar í fórum sínum? Svo má segja að athyglisverður vinkill sé á samtali Árna og Alistairs Darling. Hann er sá að Árni hafi ekki skilið hvað Darling var að fara í fyrrgreindu samtali því á sama tíma var Björgólfur Thor að falast eftir neyðarláni til Landsbankans upp á 200 milljónir evra hér heima. Getur það verið að Árni hafi talið að Darling væri að ræða það mál. Og ekki kveikt á perunni þegar Darling spyr hann síðar í samtalinu hvort hann geri sér grein fyrir hvað þetta þýði mikinn álitishnekki fyrir Ísland. Ef svo er mun þetta samtal fara í sögubækurnar sem dýrustu mistök fyrr og síðar á Íslandi.
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent