Viðskipti erlent

Stöðva fram­leiðslu á Cor­ona-bjór

Atli Ísleifsson skrifar
CF2AE57DD9A48895B8474C37B24087CDE791931A71EB2CE607ADA1501D558418_713x0
Getty

Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið.

Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo.

Ekki undanþegin reglunum

Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur.

Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum

Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum.

Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.

Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
16,56
66
15.315
KVIKA
2,59
3
37.450
MAREL
2,29
34
863.162
ARION
2,09
4
49.298
VIS
2,08
1
931

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,44
2
780
EIM
-0,74
1
1.072
SYN
-0,41
3
3.485
HAGA
-0,21
6
109.159
REITIR
-0,19
3
36.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.