Telur hættu á að ekki sé horft til heildarinnar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira