21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 14:49 Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu.Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var í dag. Ekki er þó gert grein fyrir einstökum málum í skýrslunni. Gert er ráð fyrir því að ríkissaksóknari sendi málin áfram til handhafa ákæruvalds eða viðkomandi yfirvalda sem fer með rannsókn þeirra mála sem tilkynnt voru. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara eru umrædd yfirvöld í flestum tilfellum. Sérstökum saksóknara hafa þegar verið send upplýsingar um þau mál þar sem grunur vaknaði um brot gegn lögum sem saksóknari fer með ákæruvald í. Um er að ræða mál þar sem grunur vaknaði að auðgunarbrot hefðu verið framin. Með sama hætti voru Fjármálaeftirlitinu afhentar upplýsingar um þau mál þar sem grunur lék á um brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hrannar Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði á fundinum í dag að bær yfirvöld yrðu að meta hvort atriðin kalli á frekari rannsókn. „Hugsanlega kunna einhver þeirra mála sem tilkynnt voru til yfirvalda að vera fyrnd, kunna þegar að vera til rannsóknar eða rannsóknum kann að vera hætt,“ sagði Hrannar. Því væru málin 21, sem tilkynnt voru til ríkissaksóknara, ekki tíunduð nákvæmlega í skýrslunni.Hrannar Hafberg er formaður nefndarinnar.Vísir/GVAEndurskoðendur sakaðir um að semja ársreikninga Margir viðmælendur starfsfólks Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna greindu frá því að endurskoðendur hefðu hreinlega samið ársreikninga fyrir sjóðina. Vísbendingar um það var jafnframt að finna í stjórnarfundargerðum sparisjóðanna. Þeir endurskoðendur sem rannsóknarnefndin tók skýrslur af vísuðu því algjörlega á bug. Þeir sögðust aðeins hafa veitt sumum sparisjóðum tæknilega ráðgjöf við lokafrágang ársreikningsins eins og segir í skýrslunni. Bentu endurskoðendurnir jafnframt á að margir af minni sjóðunum hefðu verið það fáliðaðir að það væri í raun ómögulegt fyrir þá að ganga frá ársreikningi sínum án utanaðkomandi aðstoðar. Þá kemur fram í skýrslunni að reikningar frá endurskoðendafyrirtækjum til sparisjóðanna hafi borið það með sér að þeir hefðu unnið ýmsis önnur verk en að endurskoða. Flestir sparisjóðirnir keyptu til dæmis innri endurskoðun af sama endurskoðunarfyrirtæki og sá um ytri endurskoðun. Það hafi verið heimilt til 2010. Sum verk, eins og þau voru tilogreind á reikningum til sparisjóðanna, hafi verið þess eðlis að spurningar vöknuðu um hvort óhæði endurskoðendanna hefði verið hafið yfir vafa. Tengdar fréttir Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu.Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var í dag. Ekki er þó gert grein fyrir einstökum málum í skýrslunni. Gert er ráð fyrir því að ríkissaksóknari sendi málin áfram til handhafa ákæruvalds eða viðkomandi yfirvalda sem fer með rannsókn þeirra mála sem tilkynnt voru. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara eru umrædd yfirvöld í flestum tilfellum. Sérstökum saksóknara hafa þegar verið send upplýsingar um þau mál þar sem grunur vaknaði um brot gegn lögum sem saksóknari fer með ákæruvald í. Um er að ræða mál þar sem grunur vaknaði að auðgunarbrot hefðu verið framin. Með sama hætti voru Fjármálaeftirlitinu afhentar upplýsingar um þau mál þar sem grunur lék á um brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hrannar Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði á fundinum í dag að bær yfirvöld yrðu að meta hvort atriðin kalli á frekari rannsókn. „Hugsanlega kunna einhver þeirra mála sem tilkynnt voru til yfirvalda að vera fyrnd, kunna þegar að vera til rannsóknar eða rannsóknum kann að vera hætt,“ sagði Hrannar. Því væru málin 21, sem tilkynnt voru til ríkissaksóknara, ekki tíunduð nákvæmlega í skýrslunni.Hrannar Hafberg er formaður nefndarinnar.Vísir/GVAEndurskoðendur sakaðir um að semja ársreikninga Margir viðmælendur starfsfólks Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna greindu frá því að endurskoðendur hefðu hreinlega samið ársreikninga fyrir sjóðina. Vísbendingar um það var jafnframt að finna í stjórnarfundargerðum sparisjóðanna. Þeir endurskoðendur sem rannsóknarnefndin tók skýrslur af vísuðu því algjörlega á bug. Þeir sögðust aðeins hafa veitt sumum sparisjóðum tæknilega ráðgjöf við lokafrágang ársreikningsins eins og segir í skýrslunni. Bentu endurskoðendurnir jafnframt á að margir af minni sjóðunum hefðu verið það fáliðaðir að það væri í raun ómögulegt fyrir þá að ganga frá ársreikningi sínum án utanaðkomandi aðstoðar. Þá kemur fram í skýrslunni að reikningar frá endurskoðendafyrirtækjum til sparisjóðanna hafi borið það með sér að þeir hefðu unnið ýmsis önnur verk en að endurskoða. Flestir sparisjóðirnir keyptu til dæmis innri endurskoðun af sama endurskoðunarfyrirtæki og sá um ytri endurskoðun. Það hafi verið heimilt til 2010. Sum verk, eins og þau voru tilogreind á reikningum til sparisjóðanna, hafi verið þess eðlis að spurningar vöknuðu um hvort óhæði endurskoðendanna hefði verið hafið yfir vafa.
Tengdar fréttir Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01
Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24
Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28
Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36