Pissað í sauðskinnsskó Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2019 07:00 Andstæðingar veru Íslands á EES hafa ákveðið að gera 3. orkupakkann að deilumáli í stað þess að segja berum orðum að þeir vilji ganga úr EES. Frá því að MMR hóf að mæla stuðning við inngöngu í Evrópusambandið mánaðarlega í maí 2011 hefur stuðningur við inngöngu verið á bilinu 20-37% á meðan andstaðan hefur verið 45-65%. Í síðasta mánuði var stuðningurinn 32% og andstaðan 50%. Þessi mikla andstaða, Brexit og uppgangur popúlista beggja vegna Atlantshafsins virðist hafa hleypt nýju blóði í andstæðinga EES. EES gefur okkur aðgang að innri markaði Evrópu sem auðveldar okkur að flytja vöru og þjónustu inn og út. Það er samband á milli vaxandi alþjóðaviðskipta og minnkandi fátæktar og aukinnar velmegunar. Alþjóðaviðskipti bæta lífskjör allra, sérstaklega íbúa í litlu og landfræðilega einangruðu landi. Ef við gengjum úr EES þá værum við berskjölduð gagnvart verndarhyggju. Bæði því að erlend ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum og að íslenskir stjórnmálamenn beiti þvingunum sem bitnar á endanum á okkur. Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Ef Ísland gengur úr EES þá finnst mér augljóst að Ísland verði að ganga í sambandið. Eflaust gildir það um fleiri. Ég held því að andstæðingar EES séu að pissa í skóinn sinn með þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Andstæðingar veru Íslands á EES hafa ákveðið að gera 3. orkupakkann að deilumáli í stað þess að segja berum orðum að þeir vilji ganga úr EES. Frá því að MMR hóf að mæla stuðning við inngöngu í Evrópusambandið mánaðarlega í maí 2011 hefur stuðningur við inngöngu verið á bilinu 20-37% á meðan andstaðan hefur verið 45-65%. Í síðasta mánuði var stuðningurinn 32% og andstaðan 50%. Þessi mikla andstaða, Brexit og uppgangur popúlista beggja vegna Atlantshafsins virðist hafa hleypt nýju blóði í andstæðinga EES. EES gefur okkur aðgang að innri markaði Evrópu sem auðveldar okkur að flytja vöru og þjónustu inn og út. Það er samband á milli vaxandi alþjóðaviðskipta og minnkandi fátæktar og aukinnar velmegunar. Alþjóðaviðskipti bæta lífskjör allra, sérstaklega íbúa í litlu og landfræðilega einangruðu landi. Ef við gengjum úr EES þá værum við berskjölduð gagnvart verndarhyggju. Bæði því að erlend ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum og að íslenskir stjórnmálamenn beiti þvingunum sem bitnar á endanum á okkur. Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Ef Ísland gengur úr EES þá finnst mér augljóst að Ísland verði að ganga í sambandið. Eflaust gildir það um fleiri. Ég held því að andstæðingar EES séu að pissa í skóinn sinn með þessari vegferð.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun