Viðskipti innlent

Endurgreiða 116 milljarða af lánum frá AGS og Norðurlöndum

Ríkissjóður og Seðlabankinn hafa ákveðið að endurgreiða 116 milljarða kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum.

Um er að ræða fyrirframgreiðslu á þessum lánum sem eru á gjalddaga á næsta ári hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og á árunum 2014 til 2016 hjá Norðurlöndunum. Fjárhæðin sem endurgreidd er nemur rösklega 20% af þessum lánum í heild.

Í tilkynningu segir að ákvörðun um endurgreiðslu er tekin með hliðsjón af tiltölulega rúmri lausafjárstöðu ríkissjóðs og Seðlabankans í erlendri mynt næstu misserin.

Endurgreiðslan nær til gjalddaga sem falla á árinu 2013 í tilfelli AGS-lána. Greiðslur til Norðurlandanna eru vegna gjalddaga sem falla á árunum 2014, 2015 og að hluta árið 2016.

Um er að ræða fyrirframgreiðslu á um 55,6 milljörðum kr., til AGS og um 60,5 milljörðum kr. til Norðurlandanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×