Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad 16. mars 2012 20:00 Það var útihátíðarstemning á Regent street í dag. mynd/AFP Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýju iPad spjaldtölvuna í síðustu viku. Á meðal þeirra nýjunga sem finna má í nýju spjaldtölvunni er öflugri myndavél og endurbættur örgjörvi. En það er skjár iPad spjaldtölvunnar sem heillar flesta en hann er margfalt öflugri en skjár iPad 2. Gríðarleg spenna var fyrir nýju spjaldtölvunni og er talið að Apple hafi selt rúmlega milljón eintök í dag. Mikil stemning var fyrir utan verslun Apple á Regent stræti í Lundúnum í dag. Nokkrir höfðu beðið þar í nokkra daga. Einn af þeim reyndi að selja stöðu sína í biðröðinni á uppboðsvefnum eBay. „Ég fór í röðina fyrir slysni. Ég er ekki aðdáandi Apple og hef engin not fyrir iPad 3," sagði maðurinn. Frá því að nýja spjaldtölvan var kynnt til sögunnar hafa margir reynt að losa sig við úrelt eintök. Þannig eru rúmlega 16.000 iPad 2 spjaldtölvur til sölu á eBay. Apple hefur selt rúmlega 55 milljón iPad spjaldtölvur frá því að tækið var kynnt fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja að Apple eigi líklega eftir að selja 65 milljón eintök á þessu ári. Samkeppnisaðilar Apple hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu misseri. Hlutdeild Apple á spjaldtölvumarkaðinum er afgerandi. Miklar vonir eru þó bundnar Windows 8 stýrikerfið en það er sérhannað fyrir spjaldtölvur. Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýju iPad spjaldtölvuna í síðustu viku. Á meðal þeirra nýjunga sem finna má í nýju spjaldtölvunni er öflugri myndavél og endurbættur örgjörvi. En það er skjár iPad spjaldtölvunnar sem heillar flesta en hann er margfalt öflugri en skjár iPad 2. Gríðarleg spenna var fyrir nýju spjaldtölvunni og er talið að Apple hafi selt rúmlega milljón eintök í dag. Mikil stemning var fyrir utan verslun Apple á Regent stræti í Lundúnum í dag. Nokkrir höfðu beðið þar í nokkra daga. Einn af þeim reyndi að selja stöðu sína í biðröðinni á uppboðsvefnum eBay. „Ég fór í röðina fyrir slysni. Ég er ekki aðdáandi Apple og hef engin not fyrir iPad 3," sagði maðurinn. Frá því að nýja spjaldtölvan var kynnt til sögunnar hafa margir reynt að losa sig við úrelt eintök. Þannig eru rúmlega 16.000 iPad 2 spjaldtölvur til sölu á eBay. Apple hefur selt rúmlega 55 milljón iPad spjaldtölvur frá því að tækið var kynnt fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja að Apple eigi líklega eftir að selja 65 milljón eintök á þessu ári. Samkeppnisaðilar Apple hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu misseri. Hlutdeild Apple á spjaldtölvumarkaðinum er afgerandi. Miklar vonir eru þó bundnar Windows 8 stýrikerfið en það er sérhannað fyrir spjaldtölvur.
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira