Handbolti

Lítur betur út með Rakel - verður með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Rakel Dögg Bragdóttir.
Rakel Dögg Bragdóttir. Mynd/Stefán
Rakel Dögg Bragdóttir missti af æfingu íslenska kvennalandsliðsins í gær vegna veikinda og Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ekki alltof bjartsýnn í gærkvöld um það hvort að hún gæti spilað á móti Rússlandi í kvöld í lokaleik íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM kvenna í handbolta í Serbíu.

Rakel var hinsvegar hressari í morgun og verður að öllu óbreyttu í hópnum í þessum mikilvæga leik í kvöld þar sem sigur færir íslensku stelpunum sæti í milliriðli.

Rakel hefur byrjað leikina á bekknum en er engu að síður mikilvægur leikmaður í vörn og sókn. Hún var kosin besti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Svartfjallalandi. Rakel er með 6 mörk úr 8 skotum í fyrstu tveimur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×