Lárus Welding ákærður í Svartháfsmálinu Þorbjörn Þórðarson og Erla Hlynsdóttir skrifar 18. desember 2011 18:30 Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, vegna gruns um stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi. Málið snýst um lánveitingu Glitnis banka til félagsins Svartháfs sem var endanlega afgreidd á fundi áhættunefndar Glitnis hinn 29. febrúar 2008, en Lárus Welding var formaður áhættunefndarinnar auk þess að vera forstjóri bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lárus grunaður um að hafa misnotað umboð sitt sem forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar bankans með því að heimila umrædd lán. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum. Sérstakur saksóknari vildi ekki staðfesta að ákæran hefði verið gefin út, þegar fréttastofa náði tali af honum í dag, en samkvæmt reglum eru ákærur ekki opinberar fyrr en þremur sólarhringum eftir að þær eru birtar viðkomandi. Þá ræddi fréttastofa einnig við Óttar Pálsson, lögmann Lárusar, sem vildi hvorki staðfesta að umbjóðandi hans hefði verið ákærður, né vísa því á bug. Rannsókn sérstaks saksóknara á Svartháfs-fléttunni tengist uppgjöri á láni til Þáttar International, sem var í eigu Karls og Steingrímsson Wernerssonar, Milestone og Einars Sveinssonar og fjölskyldu, hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley. Í janúar 2008 var þetta lán á gjalddaga og útlit var fyrir að það yrði ekki greitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti að veita lán upp á 100 milljónir evra, jafnvirði 10,2 milljarða króna, til að greiða lánið hjá Morgan Stanley. Daginn áður en áhættunefndin heimilaði lánin til Svartháfs var breytt um eignarhald á Svartháfi og Werner Ívan Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, varð eini eigandi félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ætla megi að eigendaskiptin að Svartháfi hafi farið fram gagngert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni og endurlánað síðan sömu fjárhæð til Þáttar, en þannig var hægt að komast hjá leyfilegum útlánamörkum og reglum um áhættu hvað varðar láni til sömu eða tengdra aðila. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, vegna gruns um stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi. Málið snýst um lánveitingu Glitnis banka til félagsins Svartháfs sem var endanlega afgreidd á fundi áhættunefndar Glitnis hinn 29. febrúar 2008, en Lárus Welding var formaður áhættunefndarinnar auk þess að vera forstjóri bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lárus grunaður um að hafa misnotað umboð sitt sem forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar bankans með því að heimila umrædd lán. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum. Sérstakur saksóknari vildi ekki staðfesta að ákæran hefði verið gefin út, þegar fréttastofa náði tali af honum í dag, en samkvæmt reglum eru ákærur ekki opinberar fyrr en þremur sólarhringum eftir að þær eru birtar viðkomandi. Þá ræddi fréttastofa einnig við Óttar Pálsson, lögmann Lárusar, sem vildi hvorki staðfesta að umbjóðandi hans hefði verið ákærður, né vísa því á bug. Rannsókn sérstaks saksóknara á Svartháfs-fléttunni tengist uppgjöri á láni til Þáttar International, sem var í eigu Karls og Steingrímsson Wernerssonar, Milestone og Einars Sveinssonar og fjölskyldu, hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley. Í janúar 2008 var þetta lán á gjalddaga og útlit var fyrir að það yrði ekki greitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti að veita lán upp á 100 milljónir evra, jafnvirði 10,2 milljarða króna, til að greiða lánið hjá Morgan Stanley. Daginn áður en áhættunefndin heimilaði lánin til Svartháfs var breytt um eignarhald á Svartháfi og Werner Ívan Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, varð eini eigandi félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ætla megi að eigendaskiptin að Svartháfi hafi farið fram gagngert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni og endurlánað síðan sömu fjárhæð til Þáttar, en þannig var hægt að komast hjá leyfilegum útlánamörkum og reglum um áhættu hvað varðar láni til sömu eða tengdra aðila.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira