Viðskipti erlent

Pepsi fjárfestir fyrir 160 milljarða í Rússlandi

Pepsi. Mynd/ AFP
Pepsi. Mynd/ AFP

Pepsi mun ljúka við sínar stærstu fjárfestingar utan Bandaríkjanna þegar 160 milljarða króna samningur við stærsta safaframleiðanda í Rússlandi klárast.

Samkvæmt samningnum mun Pepsi kaupa 75,5% hlut í JSC Lebedyansky safaframleiðslunni á 1,4 milljarða dala. Pepsi mun svo bjóðast til þess að kaupa 24,5% hlutinn sem eftir stendur af hluthöfum.

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg hefur í þrjá mánuði unnið að því að ná samningum við rússneska bjórframleiðandann BBH og virðist áhugi vestrænna ríkja á fjárfestingum í Rússlandi vera að aukast mikið þessi misserin.

Lebedyansky er sjötti stærsti safaframleiðandinn í heiminum og stærsti aðilinn á Rússlandsmarkaði með 30% hlutdeild og árstekjur að upphæð 64 milljarða íslenskra króna. Hluturinn sem Pepsi hefur þegar fest kaup á er í eigu fjögurra hluthafa, þar á meðal stjórnarformannsins, Yuri Bortsov.

Sjö þúsund manns starfa á vegum Pepsi í Rússlandi og hefur fyrirtækið haft starfsemi þar síðan 1959.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×