Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira