Áhrif Landsmóts eru ómetanleg 18. júní 2008 10:13 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. Mynd/E.Ól „Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent