Vörumerkið Ísland Jón Kaldal skrifar 10. desember 2008 06:00 Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Það er algjör óþarfi. Vitaskuld hafa hremmingarnar í haust verið þungbærar. Fyrrverandi innistæðueigendur hjá Landsbanka og Kaupþingi í útlöndum hugsa örugglega ekki hlýlega til lands og þjóðar. Og það er rétt að skaðinn nær líka langt út fyrir raðir þeirra sem telja sig hafa verið svikna. Enda hefur hrun íslenska fjármálakerfisins verið til umfjöllunar í fréttamiðlum um allan heim. Í þessum hörmungum öllum er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað að trúverðugleiki fjármálafyrirtækja og banka hefur goldið afhroð á heimsvísu. Íslenskir bankar eru þar alls ekki einir á báti. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, gengur svo langt að tala um að það þurfi að kúvenda bankastarfsemi og færa aftur til síns upprunalega hlutverks. Áhugi erlendu pressunnar á Íslandi skapast ekki síst af því að íslensku bankarnir eru á vissan hátt tákngervingar alls þess sem fór úrskeiðis í bankakerfi heimsins. Hrunið þykir reyndar svo stórbrotið að erlendir sérfræðingar segja það muni rata inn í sögu- og kennslubækur sem sérstakt rannsóknardæmi. Á vissan hátt er ákveðið skjól í því að það sem íslensku bankarnir ástunduðu var ekkert einsdæmi, afleiðingarnar voru bara hrikalegri vegna smæðar samfélagsins sem var bakhjarl þeirra. Þegar fram í sækir mun fjármálalíf landsins næsta víst rétta úr kútnum í sæmilega réttum hlutföllum við vaxandi traust almennt í fjármálalífi heimsins. Það er verðugt umhugsunarefni að velta fyrir sér hvaða áhrif hrunið hefur á það sem má kalla vörumerkið Ísland. Sá sem hér skrifar telur það verða hverfandi þegar upp er staðið. Ýmsar ástæður eru þar að baki. Fjármálasnilld varð ekki hluti af ímynd landsins fyrr en eftir einkavæðingu bankanna fyrir nokkrum árum. Sú snilld reyndist auðvitað tómur misskilningur. Það er reyndar spurning hvort hún hafi verið svo útbreidd annars staðar en í hugum okkar sjálfra? Eftir stendur að Ísland hefur áratugum saman verið þekkt fyrir allt annað en bankastarfsemi. Þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum sem sækja landið heim segja að meginástæðan fyrir komu þeirra sé ósnortin náttúra landsins. Við þurfum að gæta hennar. Góðar sjávarafurðir, sem fást með ábyrgum veiðum og sjálfbærri nýtingu af miðunum í kringum landið, hafa borið hróður Íslands víða. Íslendingar eru í fremstu röð í nýtingu jarðvarma, eins og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti talaði um á ráðstefnu á dögunum, og minntist ekki orði á banka. Hér er enginn ólæs. Menningarlífið kröftugt. Fólk lifir lengur en víðast annars staðar. Stéttaskipting er hverfandi. Við megum ekki gleyma að þetta er sú ímynd sem lifir. Og við getum öllum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun
Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Það er algjör óþarfi. Vitaskuld hafa hremmingarnar í haust verið þungbærar. Fyrrverandi innistæðueigendur hjá Landsbanka og Kaupþingi í útlöndum hugsa örugglega ekki hlýlega til lands og þjóðar. Og það er rétt að skaðinn nær líka langt út fyrir raðir þeirra sem telja sig hafa verið svikna. Enda hefur hrun íslenska fjármálakerfisins verið til umfjöllunar í fréttamiðlum um allan heim. Í þessum hörmungum öllum er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað að trúverðugleiki fjármálafyrirtækja og banka hefur goldið afhroð á heimsvísu. Íslenskir bankar eru þar alls ekki einir á báti. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, gengur svo langt að tala um að það þurfi að kúvenda bankastarfsemi og færa aftur til síns upprunalega hlutverks. Áhugi erlendu pressunnar á Íslandi skapast ekki síst af því að íslensku bankarnir eru á vissan hátt tákngervingar alls þess sem fór úrskeiðis í bankakerfi heimsins. Hrunið þykir reyndar svo stórbrotið að erlendir sérfræðingar segja það muni rata inn í sögu- og kennslubækur sem sérstakt rannsóknardæmi. Á vissan hátt er ákveðið skjól í því að það sem íslensku bankarnir ástunduðu var ekkert einsdæmi, afleiðingarnar voru bara hrikalegri vegna smæðar samfélagsins sem var bakhjarl þeirra. Þegar fram í sækir mun fjármálalíf landsins næsta víst rétta úr kútnum í sæmilega réttum hlutföllum við vaxandi traust almennt í fjármálalífi heimsins. Það er verðugt umhugsunarefni að velta fyrir sér hvaða áhrif hrunið hefur á það sem má kalla vörumerkið Ísland. Sá sem hér skrifar telur það verða hverfandi þegar upp er staðið. Ýmsar ástæður eru þar að baki. Fjármálasnilld varð ekki hluti af ímynd landsins fyrr en eftir einkavæðingu bankanna fyrir nokkrum árum. Sú snilld reyndist auðvitað tómur misskilningur. Það er reyndar spurning hvort hún hafi verið svo útbreidd annars staðar en í hugum okkar sjálfra? Eftir stendur að Ísland hefur áratugum saman verið þekkt fyrir allt annað en bankastarfsemi. Þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum sem sækja landið heim segja að meginástæðan fyrir komu þeirra sé ósnortin náttúra landsins. Við þurfum að gæta hennar. Góðar sjávarafurðir, sem fást með ábyrgum veiðum og sjálfbærri nýtingu af miðunum í kringum landið, hafa borið hróður Íslands víða. Íslendingar eru í fremstu röð í nýtingu jarðvarma, eins og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti talaði um á ráðstefnu á dögunum, og minntist ekki orði á banka. Hér er enginn ólæs. Menningarlífið kröftugt. Fólk lifir lengur en víðast annars staðar. Stéttaskipting er hverfandi. Við megum ekki gleyma að þetta er sú ímynd sem lifir. Og við getum öllum verið stolt af.