Handbolti

Lübbecke tapaði fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato
Lübbecke tapaði í kvöld toppslagnum í norðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta og þar með sínum fyrsta leik í deildinni á tímabilinu.

Lübbecke tapaði fyrir Hamm, 31-28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15-12.

Þórir Ólafsson var annar markahæstur leikmanna Lübbecke með fimm mörk.

Hitt Íslendingaliðið í riðlinum, Hannover-Burgdorf, tapaði óvænt á heimavelli í kvöld fyrir Eintracht Hildesheim, 37-34.

Heiðmar Felixsson skoraði níu mörk í leiknum og var markaæhstur sinna manna. Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark.

Lübbecke heldur þó efsta sæti deildarinnar en er nú með eins stigs forystu á Hamm. Hannover-Burgdorf er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×