Viðskipti innlent

Máli Baldurs frestað - niðurstaða náðist ekki í tíma

Dómur verður ekki kveðinn upp í máli Baldurs Guðlaugssonar í dag samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti. Málið var á dagskrá og til stóð að birta dóminn í dag. Því hefur hinsvegar verið frestað en ástæðan er sú að ekki náðist að klára að semja dómsorðið í tíma.

Baldur áfrýjaði dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra en hann var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum skömmu fyrir fall bankans.

Virði bréfanna sem Baldur seldi var um 193 milljónir, en nokkrum dögum síðar voru bréfin verðlaus. Samkvæmt dómnum er honum gert að greiða ágóðann af sölunni til baka. Honum er auk þess gert að greiða sakarkostnað upp á 4,5 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×