Segir gæsluvarðhald hafa skilað árangri 16. febrúar 2012 19:30 Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir það hafa skipt máli og skilað árangri að fá sakborninga tengda hruninu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Formaður lögfræðingafélags Íslands, Kristín Edwald, segist hafa efasemdir um að þessi úrræði séu nauðsynleg. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var meðal þeirra sem fluttu erindi á hátíðarmálþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í lögbergi í dag. Þar voru efnahagsbrot til umræðu og gangur þeirra í réttarkerfinu, en auk Ólafs Þórs fluttu þau Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og Kristín Edwald hrl. erindi. Ólafur Þór sagði nú vera um 100 mál er tengdust hruninu til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, og að þeim færi hratt fjölgandi. Mikinn tíma myndi taka að ljúka þessum rannsóknum, en embættið hefur nú þegar hætt rannsókn á 80 málum þar sem ekki var talið um að lögbrot hefði verið að ræða. Kristín Edwald sagði í erindi sínu að hún hefði efasemdir um nauðsyn þess að úrskurða menn í gæsluvarðhald mörgum árum eftir að meint brot hafi verið framin, og þá taldi hún að símhlerunum hefði hugsanlega verið beitt óhóflega. Hún tók þó fram að hún efaðist ekki um að embætti sérstaks saksóknara væri að reyna að vanda til verka. Ólafur Þór sagði að gæsluvarðhaldsúrskurðirnir hefðu þjónað tilgangi og verið mikilvægir fyrir rannsóknir málanna. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir það hafa skipt máli og skilað árangri að fá sakborninga tengda hruninu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Formaður lögfræðingafélags Íslands, Kristín Edwald, segist hafa efasemdir um að þessi úrræði séu nauðsynleg. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var meðal þeirra sem fluttu erindi á hátíðarmálþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í lögbergi í dag. Þar voru efnahagsbrot til umræðu og gangur þeirra í réttarkerfinu, en auk Ólafs Þórs fluttu þau Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og Kristín Edwald hrl. erindi. Ólafur Þór sagði nú vera um 100 mál er tengdust hruninu til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, og að þeim færi hratt fjölgandi. Mikinn tíma myndi taka að ljúka þessum rannsóknum, en embættið hefur nú þegar hætt rannsókn á 80 málum þar sem ekki var talið um að lögbrot hefði verið að ræða. Kristín Edwald sagði í erindi sínu að hún hefði efasemdir um nauðsyn þess að úrskurða menn í gæsluvarðhald mörgum árum eftir að meint brot hafi verið framin, og þá taldi hún að símhlerunum hefði hugsanlega verið beitt óhóflega. Hún tók þó fram að hún efaðist ekki um að embætti sérstaks saksóknara væri að reyna að vanda til verka. Ólafur Þór sagði að gæsluvarðhaldsúrskurðirnir hefðu þjónað tilgangi og verið mikilvægir fyrir rannsóknir málanna.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira