Erla og Tryggvi: Opnuðu listagallerí í Los Angeles Opna Íslendingum leið inn á bandarískan listmarkað 27. apríl 2009 03:00 Kynna íslenska list í Bandaríkjunum Arkitektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson opnuðu Gallery Skart í Santa Monica þar sem þau reka stofuna Minarc. „Taugarnar liggja til Íslands, það fer ekki á milli mála,“ segir Erla Dögg Ingjaldsdóttir arkitekt, en hún og eiginmaður hennar Tryggvi Þorsteinsson arkitekt hafa opnað listagallerí í Santa Monica í Kaliforníu. Galleríið er í sama húsi og arkitektastofan Minarc sem þau hjón hafa rekið síðustu níu ár, en Gallery Skart sýnir fyrst og fremst íslenska list og er markmiðið að opna íslenskum listamönnum leið inn á bandarískan markað. „Við vorum heima í lok september 2008 og sáum hörmungarnar skella á. Við erum með skrifstofuna okkar á hjarta Santa Monica, nálægt aðalmiðstöð menninga og lista í Kaliforníu, og þar sem við vorum með aukarými fyrir framan skrifstofuna í sama húsi fannst okkur tilvalið að nota okkar öfl til að koma íslenskum listamönnum á framfæri. Þetta er okkar framtak til að hjálpa,“ útskýrir Erla Dögg, spurð um tilurð gallerísins. „Skart-búðin er tileinkuð íslenskum iðnaði og er hugmyndin að hægt sé að nýta galleríið til kynningar á Íslandi, hvort sem er á list eða til annars brúks,“ bætir hún við. Gallery Skart hefur vakið mikla athygli í Los Angeles, en meðal annars hefur verið fjallað um það í LA Times og á útvarpsstöðinni KCRW. Nýlega hélt Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarsýningu í galleríinu, en nú stendur yfir ljósmyndasýning GroupLA 2008 þar sem 25 ljósmyndarar sýna stafrænar myndir á flatskjá sem þeir tóku í sínu nánasta umhverfi í Los Angeles árið 2008. „Fram undan er sýning Friðgeirs Helgasonar ljósmyndara og seinna í sumar verður sýning sem kallast Fairy Tales þar sem hugmyndin er að listamenn taki þátt í vinnustofu með börnum sem minna mega sín,“ segir Erla Dögg, en áhugasömum er bent á heimasíðu gallerísins galleryskart.com. alma@frettabladid.is Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Teitur Örn og Sunna giftu sig í Vík Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
„Taugarnar liggja til Íslands, það fer ekki á milli mála,“ segir Erla Dögg Ingjaldsdóttir arkitekt, en hún og eiginmaður hennar Tryggvi Þorsteinsson arkitekt hafa opnað listagallerí í Santa Monica í Kaliforníu. Galleríið er í sama húsi og arkitektastofan Minarc sem þau hjón hafa rekið síðustu níu ár, en Gallery Skart sýnir fyrst og fremst íslenska list og er markmiðið að opna íslenskum listamönnum leið inn á bandarískan markað. „Við vorum heima í lok september 2008 og sáum hörmungarnar skella á. Við erum með skrifstofuna okkar á hjarta Santa Monica, nálægt aðalmiðstöð menninga og lista í Kaliforníu, og þar sem við vorum með aukarými fyrir framan skrifstofuna í sama húsi fannst okkur tilvalið að nota okkar öfl til að koma íslenskum listamönnum á framfæri. Þetta er okkar framtak til að hjálpa,“ útskýrir Erla Dögg, spurð um tilurð gallerísins. „Skart-búðin er tileinkuð íslenskum iðnaði og er hugmyndin að hægt sé að nýta galleríið til kynningar á Íslandi, hvort sem er á list eða til annars brúks,“ bætir hún við. Gallery Skart hefur vakið mikla athygli í Los Angeles, en meðal annars hefur verið fjallað um það í LA Times og á útvarpsstöðinni KCRW. Nýlega hélt Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarsýningu í galleríinu, en nú stendur yfir ljósmyndasýning GroupLA 2008 þar sem 25 ljósmyndarar sýna stafrænar myndir á flatskjá sem þeir tóku í sínu nánasta umhverfi í Los Angeles árið 2008. „Fram undan er sýning Friðgeirs Helgasonar ljósmyndara og seinna í sumar verður sýning sem kallast Fairy Tales þar sem hugmyndin er að listamenn taki þátt í vinnustofu með börnum sem minna mega sín,“ segir Erla Dögg, en áhugasömum er bent á heimasíðu gallerísins galleryskart.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Teitur Örn og Sunna giftu sig í Vík Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira