Bjóða um 5,5 prósenta hlut í Fossum til sölu Hörður Ægisson skrifar 6. mars 2019 07:30 Þorbjörn Atli Sveinsson. Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, verðbréfamiðlarar og meðeigendur að Íslenskum fjárfestum, leita nú kaupenda að samtals 5,5 prósenta hlut sínum í A-flokki hlutabréfa í Fossum Mörkuðum. Óformlegar viðræður við áhugasama fjárfesta hafa átt sér stað á undanförnum vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þorbjörn Atli og Gunnar Freyr, sem voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015, sögðu upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu í mars í fyrra og gengu til liðs við Íslenska fjárfesta um sjö mánuðum síðar. Deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði um verðmæti eignarhluta þeirra í félaginu í tengslum við innlausn á hlutabréfunum. Stærstu hluthafar Fossa eru Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarformaður, Haraldur I. Þórðarson, forstjóri, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaða. Ágreiningurinn hefur farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var málið þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Til stendur að tveir dómkvaddir matsmenn verði skipaðir til að fá úr því skorið hvert sé markaðsvirði eignarhluta Þorbjörns Atla og Gunnars Freys, sem þeir eiga í gegnum félögin Norðurvör og Selsvelli, í Fossum Mörkuðum. Hagnaður Fossa í fyrra nam um 258 milljónum króna fyrir skatta og dróst saman um liðlega 55 milljónir milli ára. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 56 milljónir og voru samtals 855 milljónir króna. Heildareignir Fossa voru um 546 milljónir í árslok 2018 og nam eigið fé félagsins um 388 milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, verðbréfamiðlarar og meðeigendur að Íslenskum fjárfestum, leita nú kaupenda að samtals 5,5 prósenta hlut sínum í A-flokki hlutabréfa í Fossum Mörkuðum. Óformlegar viðræður við áhugasama fjárfesta hafa átt sér stað á undanförnum vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þorbjörn Atli og Gunnar Freyr, sem voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015, sögðu upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu í mars í fyrra og gengu til liðs við Íslenska fjárfesta um sjö mánuðum síðar. Deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði um verðmæti eignarhluta þeirra í félaginu í tengslum við innlausn á hlutabréfunum. Stærstu hluthafar Fossa eru Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarformaður, Haraldur I. Þórðarson, forstjóri, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaða. Ágreiningurinn hefur farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var málið þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Til stendur að tveir dómkvaddir matsmenn verði skipaðir til að fá úr því skorið hvert sé markaðsvirði eignarhluta Þorbjörns Atla og Gunnars Freys, sem þeir eiga í gegnum félögin Norðurvör og Selsvelli, í Fossum Mörkuðum. Hagnaður Fossa í fyrra nam um 258 milljónum króna fyrir skatta og dróst saman um liðlega 55 milljónir milli ára. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 56 milljónir og voru samtals 855 milljónir króna. Heildareignir Fossa voru um 546 milljónir í árslok 2018 og nam eigið fé félagsins um 388 milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira