Telja orkuverð hér allt of hátt Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania. Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira