WOW air flutti 160 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 26% færri farþega en í janúar árið 2018. Þá var sætanýting WOW air 80% en var 88% í sama mánuði á síðasta ári.
Þá fækkaði framboðnum sætum um 19% á milli ára. Hlutfall tengifarþega stóð í stað á milli ára og var 51% í janúar.
Í sumar mun WOW air fljúga til 26 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku þar með talið Boston, Washington DC, New York, Detroit, Toronto og Montreal.
Þá hefst aftur áætlunarflug til Tel Aviv í júní.
Sætanýting WOW air 80 prósent í janúar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent