Segir komið fram við Íslendinga eins og þeir séu einnota og að gáfnafari og verðvitund þeirra sé misboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2019 13:43 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, var einn frummælenda á málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi í morgun. Yfirskrift málþingsins var „Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt?“ en í erindi sínu, „Vítahringur verðhækkana á veitingum,“ gagnrýndi Þórarinn verðlag á íslenskum veitingastöðum og í bakaríum harðlega. Hann er menntaður bakari og starfaði í fjölda ára hjá Domino‘s áður en hann fór til IKEA árið 2005. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Fingurbjörg af kokteilsósu sem allir vita að er í grunninn majónes og tómatsósa kostar allt að 300 krónum en kostnaðurinn er kannski 10 eða 15 krónur. Þetta þekkja allir sem fá sér hamborgara. Rauðlaukur sem aukaálegg á pizzu, ég fór að skoða nokkra matseðla hérna í vikunni, og ég sá 600 króna verð á rauðlauk. Þetta er svo yfirgengilegt að það er útilokað að réttlæta það. Laukur er eitt ódýrasta hráefni sem hægt er að finna. Kílóverðið er undir 300 krónum að teknu tilliti til rýrnunar og miðað við pizzuna er hráefniskostnaðurinn 11 til 12 krónur en þeir rukka 600. Kaffibolli, jafnvel uppáhellt kaffi, 500 til 700 krónur en hráefnisverð í kaffibolla er undir 30 krónum,“ sagði Þórarinn.Gosið á 400 krónur og bjórflaskan meira en þúsundkall Þá nefndi hann að hálfur líter af gosi sem kosti 60 til 70 krónur í innkaupum sé seldur á tæpar 400 krónur og flaska af bjór sem kosti 200 krónur í innkaupum sé seld fyrir meira en 1000 krónur. „Kökur og brauð, oftar en ekki keypt af heildsölum, skorið niður og hent inn í ofn, verðlagningin er oftar en ekki þannig að fyrsta sneiðin borgar innkaupin. Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið.“ Þórarinn sagði að verið væri að ala upp heila kynslóð af Íslendingum sem varla þekkti það að fara út að borða. „Þetta er öfug þróun við það sem var á árunum 1990 til 2000 þegar almenningur fór fyrir alvöru að geta leyft sér það að gera sér dagamun og fara með fjölskylduna út að borða án tilefnis. Maður spyr sig hvernig komast menn að þessari niðurstöðu að þetta sé eðlileg verðlagning? Veitingamaður á Suðurlandi sem hafði ítrekað verið gagnrýndur fyrir alltof há verð kom með þá speki að hann hefði það sem reglu og viðmið að verðleggja vörurnar þannig að hann sem viðskiptavinur verði sáttur eða yrði ekki ofboðið ef hann væri hinu megin við borðið. Ég spyr bara hverslags vitleysa er það? Hans persónulegu viðmið um hvað telst eðlileg að gilda fyrir aðra?“ sagði Þórarinn. Þá kvaðst hann eiga erfitt með að sjá einhverja samkeppni í verðlagningu. Hann hefði til dæmis ekki fundið neinn sem væri að bjóða upp á kokteilsósu á 50 krónur. Fundinn frá í morgun má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og byrjar erindi Þórarins þegar um 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Neytendur Tengdar fréttir Málþing ASÍ og Neytendasamtakanna: Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt? Verðlagseftirlitið og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi. Yfirskrift fundarins er Af hverju er verðlag á matvöru á Íslandi svona hátt? - Og hvað getum við gert í því? 14. mars 2019 08:15 Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Segir fáa sakna þess að bíða lengi í röð eftir að kaupa ferð til útlanda. 9. janúar 2019 17:49 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, var einn frummælenda á málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi í morgun. Yfirskrift málþingsins var „Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt?“ en í erindi sínu, „Vítahringur verðhækkana á veitingum,“ gagnrýndi Þórarinn verðlag á íslenskum veitingastöðum og í bakaríum harðlega. Hann er menntaður bakari og starfaði í fjölda ára hjá Domino‘s áður en hann fór til IKEA árið 2005. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Fingurbjörg af kokteilsósu sem allir vita að er í grunninn majónes og tómatsósa kostar allt að 300 krónum en kostnaðurinn er kannski 10 eða 15 krónur. Þetta þekkja allir sem fá sér hamborgara. Rauðlaukur sem aukaálegg á pizzu, ég fór að skoða nokkra matseðla hérna í vikunni, og ég sá 600 króna verð á rauðlauk. Þetta er svo yfirgengilegt að það er útilokað að réttlæta það. Laukur er eitt ódýrasta hráefni sem hægt er að finna. Kílóverðið er undir 300 krónum að teknu tilliti til rýrnunar og miðað við pizzuna er hráefniskostnaðurinn 11 til 12 krónur en þeir rukka 600. Kaffibolli, jafnvel uppáhellt kaffi, 500 til 700 krónur en hráefnisverð í kaffibolla er undir 30 krónum,“ sagði Þórarinn.Gosið á 400 krónur og bjórflaskan meira en þúsundkall Þá nefndi hann að hálfur líter af gosi sem kosti 60 til 70 krónur í innkaupum sé seldur á tæpar 400 krónur og flaska af bjór sem kosti 200 krónur í innkaupum sé seld fyrir meira en 1000 krónur. „Kökur og brauð, oftar en ekki keypt af heildsölum, skorið niður og hent inn í ofn, verðlagningin er oftar en ekki þannig að fyrsta sneiðin borgar innkaupin. Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið.“ Þórarinn sagði að verið væri að ala upp heila kynslóð af Íslendingum sem varla þekkti það að fara út að borða. „Þetta er öfug þróun við það sem var á árunum 1990 til 2000 þegar almenningur fór fyrir alvöru að geta leyft sér það að gera sér dagamun og fara með fjölskylduna út að borða án tilefnis. Maður spyr sig hvernig komast menn að þessari niðurstöðu að þetta sé eðlileg verðlagning? Veitingamaður á Suðurlandi sem hafði ítrekað verið gagnrýndur fyrir alltof há verð kom með þá speki að hann hefði það sem reglu og viðmið að verðleggja vörurnar þannig að hann sem viðskiptavinur verði sáttur eða yrði ekki ofboðið ef hann væri hinu megin við borðið. Ég spyr bara hverslags vitleysa er það? Hans persónulegu viðmið um hvað telst eðlileg að gilda fyrir aðra?“ sagði Þórarinn. Þá kvaðst hann eiga erfitt með að sjá einhverja samkeppni í verðlagningu. Hann hefði til dæmis ekki fundið neinn sem væri að bjóða upp á kokteilsósu á 50 krónur. Fundinn frá í morgun má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og byrjar erindi Þórarins þegar um 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Neytendur Tengdar fréttir Málþing ASÍ og Neytendasamtakanna: Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt? Verðlagseftirlitið og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi. Yfirskrift fundarins er Af hverju er verðlag á matvöru á Íslandi svona hátt? - Og hvað getum við gert í því? 14. mars 2019 08:15 Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Segir fáa sakna þess að bíða lengi í röð eftir að kaupa ferð til útlanda. 9. janúar 2019 17:49 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Málþing ASÍ og Neytendasamtakanna: Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt? Verðlagseftirlitið og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi. Yfirskrift fundarins er Af hverju er verðlag á matvöru á Íslandi svona hátt? - Og hvað getum við gert í því? 14. mars 2019 08:15
Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Segir fáa sakna þess að bíða lengi í röð eftir að kaupa ferð til útlanda. 9. janúar 2019 17:49