Kólumbíumenn unnu B-riðilinn með fullu húsi og án þess að fá á sig mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins.
Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins. vísir/getty
Þrátt fyrir að gera tíu breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik vann Kólumbía 1-0 sigur á Paragvæ í lokaleik sínum í B-riðli Suður-Ameríkukeppninnar.Kólumbíumenn voru öruggir með sigur í riðlinum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og Carlos Queiroz nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn í kvöld.Það kom ekki að sök því Kólumbía vann 1-0 sigur. Kólumbíumenn fengu fullt hús stiga í B-riðli og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum.Gustavo Cuéllar skoraði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu Santiagos Arias á 31. mínútu.Luis Díaz bætti öðru marki við á 69. mínútu en það var dæmt af vegna hendi með hjálp myndbandsdómgæslu.Kólumbía mætir liðinu sem endar í 2. sæti C-riðils í 8-liða úrslitunum. Líklegast er að það verði annað hvort Síle eða Úrúgvæ.Paragvæ kemst í 8-liða úrslit nema ef Japan vinnur Ekvador í C-riðli annað kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.