Seinni bylgjan: Reyndi á að þjálfa ungan Björgvin Pál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34
Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30
Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00
Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00
Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45