Jól

Stúfur kom til byggða í nótt

Grýla skrifar
Stúfur krækti sér í pönnu þegar kostur var á.
Stúfur krækti sér í pönnu þegar kostur var á. Mynd/Halldór

Stúfur er þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst best að kroppa leifarnar af pönnunum, sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar.

Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

Stúfur hét sá þriðji 
stubburinn sá. 
Hann krækti sér í pönnu, 
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu 
og hirti agnirnar, 
sem brunnu stundum fastar 
við barminn hér og þar.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.

Hér fyrir neðan syngur Stúfur lagið Í skóginum stóð kofi einn í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.