Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. desember 2021 13:31 Söngkonan Mariah Carey hefur verið kölluð drottning jólanna en lag hennar All I Want for Christmas er eitt vinsælasta jólalag í heimi. Getty/Gilbert Carrasquillo Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag? Lagið var annað lag plötunnar Merry Christmas sem Mariah gaf út árið 1994. Á þessum tímapunkti hafði hún gefið út þrjár plötur og slegið í gegn með lögum á borð við Hero og Emotions. Þegar útgáfufyrirtækið Columbia Records hafði samband við Carey með þá hugmynd að gefa út jólaplötu leist henni ekkert alltof vel á þá hugmynd í fyrstu, þrátt fyrir að vera mikið jólabarn. „Ég elska jólin en ég verð að viðurkenna að þegar Tommy Motolla [plötuútgefandi og þáverandi eiginmaður Carey] kom og sagði að ég ætti að gera jólaplötu þá hugsaði ég: „Í alvöru? Á þessum tímapunkti á ferlinum?“. Mér fannst þetta vera eitthvað sem fólk gerði seinna á ferlinum. Ég skildi þetta ekki alveg, en reyndist þetta rosalega góð hugmynd,“ sagði Carey í heimildarmynd sem Amazon Music gerði um lagið. „Stundum verður útkoman eitthvað fallegt slys“ Upprunalega hugmyndin var sú að jólaplatan myndi aðeins innihalda ábreiður af jólalögum sem þegar væru vinsæl. Carey vildi aftur á móti semja sitt eigið jólalag en það var talin vera mikil áhætta. Þar sem fólk tengist gömlu jólalögunum tilfinningalegum böndum, var talið nánast ómögulegt að slá í gegn með nýju jólalagi. „Ég sagði þeim að leyfa mér að koma mér í jólagírinn. Ég bjó í New York á þessum tíma og ég kveikti á myndinni It's a Wonderful Life og leyfði henni að óma um allt húsið. Ég fór svo inn í lítið herbergi þar sem ég var með hljómborð og ég byrjaði að spila. Samt er ég hræðilegur hljómborðsleikari en stundum verður útkoman eitthvað fallegt slys.“ Carey samdi lagið á afar skömmum tíma ásamt lagahöfundinum Walter Afanasieff og hefur það verið eitt allra vinsælasta jólalagið alveg síðan. Í síðustu viku náði lagið þeim merkilega áfanga að hafa verið streymt yfir milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify. Þar með komst lagið á sérstakan lagalista Spotify sem inniheldur þau 190 lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið yfir milljarð hlustanir. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) „Þessar tölur eru ótrúlegar en ástin sem ég ber til aðdáenda minna er endalaus. Ég er ævinlega þakklát,“ skrifaði Carey á Instagram-síðu sinni í tilefni áfangans. Síðan lagið náði þessum áfanga hefur því þó verið streymt að minnsta kosti 34 milljón sinnum til viðbótar og er því ljóst að ekkert lát er á vinsældum lagsins sem er löngu orðið að jólaklassík. Þrjú heimsmet og hver topplistinn á eftir öðrum Samkvæmt fréttaveitunni Business Insider hefur Carey grætt um 60 milljónir Bandaríkjadollara á laginu síðan það kom út fyrir 27 árum síðan. Lagið hefur slegið þrjú heimsmet Guinness World Records. Á jóladag árið 2018 sló það metið að vera mest streymda lagið á einum sólarhring. Lagið I Don't Care með þeim Ed Sheeran og Justin Bieber náði metinu þó fljótlega en All I Want for Christmas endurheimti titilinn á jóladag ári síðar. Þá komst lagið einnig í bækur Guinness fyrir að hafa verið mest spilaða jólalagið árið 2019 og það jólalag sem hefur setið flestar vikur á topp 10 vinsældalistanum í Bretlandi. Í dag situr lagið í öðru sæti á vinsældalista Spotify á Íslandi á eftir jólalaginu Snjókorn falla. Þá situr það í fjórða sæti á heimslista Spotify en er þó efsta jólalagið. Eins og stendur er lagið er í öðru sæti á Hot 100 lista Billboard en lagið hefur náð efsta sæti listans síðustu tvö ár. Ólst sjálf upp við innpakkaða ávexti á jólunum Carey hefur verið kölluð drottning jólanna, enda mikið jólabarn. Hún óskar sér þess alltaf að jólin séu fullkomin en það var ekki alltaf raunin þegar hún var barn. „Mamma mín reyndi að gera jólin skemmtileg en við áttum ekki mikið á milli handanna svo stundum pakkaði hún bara inn ávöxtum eða hverju sem hún hún átti efni á. Ég hugsaði að þegar ég yrði fullorðin þá yrði þetta ekki svona, ég ætlaði að eiga fullkomin jól á hverju ári.“ „Ég tengist jólunum sterkum tilfinningalegum böndum. Þau snúast þó ekki um gjafirnar heldur um vonina fylgdi jólahátíðinni.“ Árið 2017 kom út teiknimyndin All I Want for Christmas Is You sem byggð er á erfiðri æsku Carey og jólalaginu vinsæla. Myndin fjallar um Carey sjálfa sem óskar sé einskis heitar en að fá hvolp í jólagjöf. Carey fer sjálf með hlutverk sögumanns í myndinni. „Uppáhaldslínan mín í laginu er „ég mun ekki einu sinni óska mér snjókomu“, af því það er eitthvað sem ég óska mér alltaf. Ég vil alltaf að það sé jólalegt úti. Þegar ég skrifaði þetta þá tók ég eiginlega allt það sem ég þráði þegar ég var lítil og breytti því í þessa þrá um ástina.“ Nýtur einnig vinsælda á meðal geita Lagið hefur þó ekki einungis slegið í gegn hjá mannfólki heldur greindi bóndi einn frá því árið 2010 að lagið hefði einstaklega góð áhrif á geiturnar hans. Hann komst að því að þegar mjaltastúlkurnar spiluðu tónlist á meðan þær mjólkuðu, urðu geiturnar mun afslappaðri. Hann tók fram að jólalag Carey hefði sérstaklega góð áhrif en geiturnar framleiddu allt að tuttugu prósent meiri mjólk ef þær fengu að hlusta á lagið. Þá voru önnur jólalög sem virtust frekar hægja á framleiðslunni. Hér að neðan má horfa á stutta heimildarmynd sem Amazon Music gerði um lagið árið 2019. Vildi alltaf að lagið yrði jólaklassík Upprunalega myndbandið við lagið er með rúmlega 713 milljónir áhorf á YouTube en Carey endurgerði það árið 2019 og er sú útgáfa með yfir 225 milljónir áhorf. Árið 2011 kom út sérstök útgáfa af laginu þar sem Carey flutti það ásamt tónlistarmanninum Justin Bieber. Þá hafa fjölmargir aðrir tónlistarmenn spreytt sig á laginu og ber þar helst að nefna Michael Bublé. Lagið kom svo eftirminnilega fyrir í jólamyndinni vinsælu Love Actually árið 2003. „Sem höfundur vildi ég alltaf að lagið yrði að jólaklassík svo þetta er afrek sem ég er virkilega stolt af,“ segir Carey. Hækkaðu nú í græjunum og njóttu eins vinsælasta jólalags allra tíma - All I Want for Christmas með söngkonunni Mariah Carey! Tónlist Jól Jólalög Spotify Tengdar fréttir Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08 Mariah Carey opnar sig um glímuna við geðhvörf Söngdívan Mariah Carey var greind með geðhvarfasýki árið 2001 en hún opnar sig um málið í viðtali við tímaritið People. 11. apríl 2018 13:15 Carey bað um heitt te og uppskar hlátrasköll Myndbandið hefur farið víða og þykir afar spaugilegt. 1. janúar 2018 23:39 Mest lesið Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól
Lagið var annað lag plötunnar Merry Christmas sem Mariah gaf út árið 1994. Á þessum tímapunkti hafði hún gefið út þrjár plötur og slegið í gegn með lögum á borð við Hero og Emotions. Þegar útgáfufyrirtækið Columbia Records hafði samband við Carey með þá hugmynd að gefa út jólaplötu leist henni ekkert alltof vel á þá hugmynd í fyrstu, þrátt fyrir að vera mikið jólabarn. „Ég elska jólin en ég verð að viðurkenna að þegar Tommy Motolla [plötuútgefandi og þáverandi eiginmaður Carey] kom og sagði að ég ætti að gera jólaplötu þá hugsaði ég: „Í alvöru? Á þessum tímapunkti á ferlinum?“. Mér fannst þetta vera eitthvað sem fólk gerði seinna á ferlinum. Ég skildi þetta ekki alveg, en reyndist þetta rosalega góð hugmynd,“ sagði Carey í heimildarmynd sem Amazon Music gerði um lagið. „Stundum verður útkoman eitthvað fallegt slys“ Upprunalega hugmyndin var sú að jólaplatan myndi aðeins innihalda ábreiður af jólalögum sem þegar væru vinsæl. Carey vildi aftur á móti semja sitt eigið jólalag en það var talin vera mikil áhætta. Þar sem fólk tengist gömlu jólalögunum tilfinningalegum böndum, var talið nánast ómögulegt að slá í gegn með nýju jólalagi. „Ég sagði þeim að leyfa mér að koma mér í jólagírinn. Ég bjó í New York á þessum tíma og ég kveikti á myndinni It's a Wonderful Life og leyfði henni að óma um allt húsið. Ég fór svo inn í lítið herbergi þar sem ég var með hljómborð og ég byrjaði að spila. Samt er ég hræðilegur hljómborðsleikari en stundum verður útkoman eitthvað fallegt slys.“ Carey samdi lagið á afar skömmum tíma ásamt lagahöfundinum Walter Afanasieff og hefur það verið eitt allra vinsælasta jólalagið alveg síðan. Í síðustu viku náði lagið þeim merkilega áfanga að hafa verið streymt yfir milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify. Þar með komst lagið á sérstakan lagalista Spotify sem inniheldur þau 190 lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið yfir milljarð hlustanir. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) „Þessar tölur eru ótrúlegar en ástin sem ég ber til aðdáenda minna er endalaus. Ég er ævinlega þakklát,“ skrifaði Carey á Instagram-síðu sinni í tilefni áfangans. Síðan lagið náði þessum áfanga hefur því þó verið streymt að minnsta kosti 34 milljón sinnum til viðbótar og er því ljóst að ekkert lát er á vinsældum lagsins sem er löngu orðið að jólaklassík. Þrjú heimsmet og hver topplistinn á eftir öðrum Samkvæmt fréttaveitunni Business Insider hefur Carey grætt um 60 milljónir Bandaríkjadollara á laginu síðan það kom út fyrir 27 árum síðan. Lagið hefur slegið þrjú heimsmet Guinness World Records. Á jóladag árið 2018 sló það metið að vera mest streymda lagið á einum sólarhring. Lagið I Don't Care með þeim Ed Sheeran og Justin Bieber náði metinu þó fljótlega en All I Want for Christmas endurheimti titilinn á jóladag ári síðar. Þá komst lagið einnig í bækur Guinness fyrir að hafa verið mest spilaða jólalagið árið 2019 og það jólalag sem hefur setið flestar vikur á topp 10 vinsældalistanum í Bretlandi. Í dag situr lagið í öðru sæti á vinsældalista Spotify á Íslandi á eftir jólalaginu Snjókorn falla. Þá situr það í fjórða sæti á heimslista Spotify en er þó efsta jólalagið. Eins og stendur er lagið er í öðru sæti á Hot 100 lista Billboard en lagið hefur náð efsta sæti listans síðustu tvö ár. Ólst sjálf upp við innpakkaða ávexti á jólunum Carey hefur verið kölluð drottning jólanna, enda mikið jólabarn. Hún óskar sér þess alltaf að jólin séu fullkomin en það var ekki alltaf raunin þegar hún var barn. „Mamma mín reyndi að gera jólin skemmtileg en við áttum ekki mikið á milli handanna svo stundum pakkaði hún bara inn ávöxtum eða hverju sem hún hún átti efni á. Ég hugsaði að þegar ég yrði fullorðin þá yrði þetta ekki svona, ég ætlaði að eiga fullkomin jól á hverju ári.“ „Ég tengist jólunum sterkum tilfinningalegum böndum. Þau snúast þó ekki um gjafirnar heldur um vonina fylgdi jólahátíðinni.“ Árið 2017 kom út teiknimyndin All I Want for Christmas Is You sem byggð er á erfiðri æsku Carey og jólalaginu vinsæla. Myndin fjallar um Carey sjálfa sem óskar sé einskis heitar en að fá hvolp í jólagjöf. Carey fer sjálf með hlutverk sögumanns í myndinni. „Uppáhaldslínan mín í laginu er „ég mun ekki einu sinni óska mér snjókomu“, af því það er eitthvað sem ég óska mér alltaf. Ég vil alltaf að það sé jólalegt úti. Þegar ég skrifaði þetta þá tók ég eiginlega allt það sem ég þráði þegar ég var lítil og breytti því í þessa þrá um ástina.“ Nýtur einnig vinsælda á meðal geita Lagið hefur þó ekki einungis slegið í gegn hjá mannfólki heldur greindi bóndi einn frá því árið 2010 að lagið hefði einstaklega góð áhrif á geiturnar hans. Hann komst að því að þegar mjaltastúlkurnar spiluðu tónlist á meðan þær mjólkuðu, urðu geiturnar mun afslappaðri. Hann tók fram að jólalag Carey hefði sérstaklega góð áhrif en geiturnar framleiddu allt að tuttugu prósent meiri mjólk ef þær fengu að hlusta á lagið. Þá voru önnur jólalög sem virtust frekar hægja á framleiðslunni. Hér að neðan má horfa á stutta heimildarmynd sem Amazon Music gerði um lagið árið 2019. Vildi alltaf að lagið yrði jólaklassík Upprunalega myndbandið við lagið er með rúmlega 713 milljónir áhorf á YouTube en Carey endurgerði það árið 2019 og er sú útgáfa með yfir 225 milljónir áhorf. Árið 2011 kom út sérstök útgáfa af laginu þar sem Carey flutti það ásamt tónlistarmanninum Justin Bieber. Þá hafa fjölmargir aðrir tónlistarmenn spreytt sig á laginu og ber þar helst að nefna Michael Bublé. Lagið kom svo eftirminnilega fyrir í jólamyndinni vinsælu Love Actually árið 2003. „Sem höfundur vildi ég alltaf að lagið yrði að jólaklassík svo þetta er afrek sem ég er virkilega stolt af,“ segir Carey. Hækkaðu nú í græjunum og njóttu eins vinsælasta jólalags allra tíma - All I Want for Christmas með söngkonunni Mariah Carey!
Tónlist Jól Jólalög Spotify Tengdar fréttir Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08 Mariah Carey opnar sig um glímuna við geðhvörf Söngdívan Mariah Carey var greind með geðhvarfasýki árið 2001 en hún opnar sig um málið í viðtali við tímaritið People. 11. apríl 2018 13:15 Carey bað um heitt te og uppskar hlátrasköll Myndbandið hefur farið víða og þykir afar spaugilegt. 1. janúar 2018 23:39 Mest lesið Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól
Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08
Mariah Carey opnar sig um glímuna við geðhvörf Söngdívan Mariah Carey var greind með geðhvarfasýki árið 2001 en hún opnar sig um málið í viðtali við tímaritið People. 11. apríl 2018 13:15
Carey bað um heitt te og uppskar hlátrasköll Myndbandið hefur farið víða og þykir afar spaugilegt. 1. janúar 2018 23:39