Lægra verðmat endurspeglar óvissu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Ljósmynd/Eimskip Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira