Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ Hörður Ægisson. skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Kirstín Flygering. Arion banki Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent