Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og ég Smári Jökull Jónsson skrifar 24. janúar 2019 21:31 Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík. visir/bára Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira