Rúnar: Er ekki best að segja bara sem minnst? Víkingur Goði skrifar 28. febrúar 2019 21:56 Rúnar á hliðarlínunni í vetur. vísir/bára Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15