Davíð Tómas Tómasson, einn af FIBA dómurum Íslands, fær flott verkefni í kvöld í Frakklandi.
Davíð Tómas dæmir þá leik í EuroLeague Women, Meistaradeild Evrópu, en leikurinn fer ram í gamla heimabæ Martins Hermannssonar, Charleville-Mézéres. KKí segir frá á heimasíðu sinni.
Í þessum leik munu heimastúlkur í Flammes Carolo Basket mæta liði TTT Riga frá Lettlandi.
TTT Riga hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í Meistaradeildinni og er í 3. sæti í riðlinum en fjögur efstu liðin komast áfram í átta liða úrslitin.
Flammes Carolo Basket er í 7. sæti í riðlinum með þrjá sigra í tíu leikjum en liðið er í baráttunni um sjötta sætið sem gefur þátttökurétt í EuroCup Women.
Þetta verður erfiður leikur fyrir heimastúlkur því TTT Riga vann fyrri leikinn í Lettlandi 93-62.
Davíð Tómas er þrítugur og hefur verið FIBA-dómari frá árinu 2017.
Aðaldómari leiksins í kvöld er Jelena Tomic frá Króatíu og meðdómari ásamt Davíð Tómasi verður Pedro Coelho frá Portúgal.
Dæmir leik í EuroLeague í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

