Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 09:15 Elon Musk sagði að Tesla myndi byrja að þjónustu Íslendinga þann 9. september. Það virðist hafa staðist hjá stofnandanum. Getty/Nathan Dvir Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019 Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45