Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. september 2019 10:30 Sara Sturludóttir. „Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira