Heimsmeistarinn gerir heimildarmynd með leikstjóra Titanic Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2019 15:00 Lewis Hamilton vísir/getty Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag. Formúla Hollywood Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag.
Formúla Hollywood Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira