Verðbólgan var 3,4% í janúar Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 14:45 Janúarútsölur skýra lækkun verðbólgunnar í janúar. Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að þessi lækkun í janúar hafi ekki verið fjarri væntingum en opinberar spár gerðu ráð fyrir 0,2-0,5% lækkun milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans spáði 0,5% lækkun. Föt og skór lækkuðu vegna áhrifa frá janúarútsölum. Lækkunin milli mánaða var svipuð og síðustu ár. Í Hagsjánni segir að venju samkvæmt megi búast við að þessi lækkun gangi til baka í febrúar og mars. Liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði einnig vegna janúarútsala. Ólíkt fötum og skóm var lækkunin nokkuð minni en síðustu ár. Matur og drykkjarvörur hækkuðu milli mánaða og mælist ársverðbólga á þessum undirlið vísitölunnar 4,8%. Síðustu tólf mánuði hafa annars vegar olía og feitmeti hækkað um 8,9% og hins vegar hafa vegar grænmeti, kartöflur o.fl. hækkað um 8,8%. Þessir undirliðir vísitölunnar hafa hækkað mest á meðan liðurinn sykur, súkkulaði og sælgæti hækkaði minnst eða um 1,7%. Hagfræðideild Landsbankans býst við að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og um 0,5% í apríl. Gangi spá hagfræðideildarinnar eftir verður ársverðbólgan 3,5% í apríl. Peningastefnunefnd Seðlabankans fundar í byrjun næstu viku og verður ákvörðun nefndarinnar tilkynnt klukkan 9 á miðvikudagsmorgun. Verðbólgumælingin sem Hagstofan birti í morgun verður því síðasta mælingin sem nefndin mun hafa til hliðsjónar við ákvörðun vaxta. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að þessi lækkun í janúar hafi ekki verið fjarri væntingum en opinberar spár gerðu ráð fyrir 0,2-0,5% lækkun milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans spáði 0,5% lækkun. Föt og skór lækkuðu vegna áhrifa frá janúarútsölum. Lækkunin milli mánaða var svipuð og síðustu ár. Í Hagsjánni segir að venju samkvæmt megi búast við að þessi lækkun gangi til baka í febrúar og mars. Liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði einnig vegna janúarútsala. Ólíkt fötum og skóm var lækkunin nokkuð minni en síðustu ár. Matur og drykkjarvörur hækkuðu milli mánaða og mælist ársverðbólga á þessum undirlið vísitölunnar 4,8%. Síðustu tólf mánuði hafa annars vegar olía og feitmeti hækkað um 8,9% og hins vegar hafa vegar grænmeti, kartöflur o.fl. hækkað um 8,8%. Þessir undirliðir vísitölunnar hafa hækkað mest á meðan liðurinn sykur, súkkulaði og sælgæti hækkaði minnst eða um 1,7%. Hagfræðideild Landsbankans býst við að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og um 0,5% í apríl. Gangi spá hagfræðideildarinnar eftir verður ársverðbólgan 3,5% í apríl. Peningastefnunefnd Seðlabankans fundar í byrjun næstu viku og verður ákvörðun nefndarinnar tilkynnt klukkan 9 á miðvikudagsmorgun. Verðbólgumælingin sem Hagstofan birti í morgun verður því síðasta mælingin sem nefndin mun hafa til hliðsjónar við ákvörðun vaxta.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira