Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson voru í settinu á föstudagskvöldið og liðurinn Fannar skammar var á sínum stað undir lok þáttarinnar.
Fyrir þá sem ekki þekkja liðinn virkar hann þannig að birt eru myndbrot úr síðustu umferð og fyrrum Íslandsmeistarinn, Fannar Ólafsson, skammar menn duglega.
Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.