Viktor Gísli genginn í raðir GOG Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 07:55 Viktor Gísli Hallgrímsson er farinn í atvinnumennskuna. vísir/bára Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.Þetta kemur fram á heimasíðu GOG en Viktor Gísli kemur til danska liðsins frá uppeldisfélagi sínu Fram þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Viktor Gísli varði mark íslenska liðsins í síðasta landsleik á móti Makedóníu og stóð sig vel en hann er af flestum talinn efnilegasti markvörður sem komið hefur upp í íslenskum handbolta. Hann er aðeins 18 ára gamall. „Markmið mitt er að verða besti markvörður heims en það er langur vegur í það. Ég get spilað góða leiki en mig vantar stöðugleika. Ég þarf að taka þetta skref fyrir skref og GOG er rétti staðurinn fyrir mig að þróast áfram sem handboltamaður,“ segir Viktor Gísli á heimasíðu GOG. GOG er eitt stærsta og besta liðið í Danmörku en það hefur sjö sinnum orðið meistari, síðast árið 2007. Það hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar í vetur og er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson spilar með GOG en þá er Arnar Freyr Arnarsson, línumaður landsliðsins, einnig á leið til félagsins í sumar frá Kristianstad í Svíþjóð. Viktor Gísli verður með reynslubolta með sér í markinu á næsta ári því GOG var áður búið að semja við fyrrverandi sænska landsliðsmarkvörðinn Dan Beutler. Sá er fæddur 1977 og er ekki nema 23 árum eldri en Viktor sem er fæddur árið 2000. Handbolti Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.Þetta kemur fram á heimasíðu GOG en Viktor Gísli kemur til danska liðsins frá uppeldisfélagi sínu Fram þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Viktor Gísli varði mark íslenska liðsins í síðasta landsleik á móti Makedóníu og stóð sig vel en hann er af flestum talinn efnilegasti markvörður sem komið hefur upp í íslenskum handbolta. Hann er aðeins 18 ára gamall. „Markmið mitt er að verða besti markvörður heims en það er langur vegur í það. Ég get spilað góða leiki en mig vantar stöðugleika. Ég þarf að taka þetta skref fyrir skref og GOG er rétti staðurinn fyrir mig að þróast áfram sem handboltamaður,“ segir Viktor Gísli á heimasíðu GOG. GOG er eitt stærsta og besta liðið í Danmörku en það hefur sjö sinnum orðið meistari, síðast árið 2007. Það hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar í vetur og er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson spilar með GOG en þá er Arnar Freyr Arnarsson, línumaður landsliðsins, einnig á leið til félagsins í sumar frá Kristianstad í Svíþjóð. Viktor Gísli verður með reynslubolta með sér í markinu á næsta ári því GOG var áður búið að semja við fyrrverandi sænska landsliðsmarkvörðinn Dan Beutler. Sá er fæddur 1977 og er ekki nema 23 árum eldri en Viktor sem er fæddur árið 2000.
Handbolti Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira