Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 10:53 vísir/getty Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR. Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR.
Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40
Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum