Sumarsmellur Ingó og Gumma Tóta kveikti í Bjarka Má Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:37 Bjarki Már Elísson vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Bjarki Már Elísson var frábær í dag með 11 mörk úr 13 tilraunum. „Okkur langaði bara að fara með sigur inn í sumarfrí. Það var vont bragð í munninum eftir leikinn við Grikki. Við ætluðum okkur að fara með góða skapið inn í sumarfrí og við náðum því,” sagði Bjarki Már Elísson eftir leik dagsins. Bjarki Már spilaði bara í seinni hálfleik í dag en skoraði samt 11 mörk. En ætli hann hafi skorað svona mörg mörk í einum hálfleik áður? „Ég man ekki til þess. Þetta er ánægjulegt bara. Skemmtilegt að fá öll þessi auðveldu mörk, ég er mjög sáttur.” Mörg af þessum mörkum komu úr hraðaupphlaupum þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Íslands gaf boltann á Bjarka. Viktor var að verja vel og fann Bjarki oft á ferðinni. Bjarki var í stuði eftir að hafa heyrt góða tónlist í hálfleik. „Þegar hann ver boltann og sendir fram er það mjög gaman, annars ekki. Ég var búinn að segja við hann áður en seinni hálfleikurinn byrjaði að ég væri í stuði í dag. Ég var í stuði vegna þess að í hálfleik heyrði ég nýja sumarlagið með Kingó Veðurguð og Gumma Tóta. Þá sagði ég honum að vera tilbúinn að henda honum fram á mig og það var mjög gaman.” Arnór Þór Gunnarsson herbergisfélagi Bjarka í landsliðinu sagði skömmu áður í viðtali við Vísi að Bjarki hafi verið á sníkjunni í leik dagsins. Að vera á sníkjunni er að sníkja sér fram í skyndisóknir til að vera á undan vörninni tilbaka. „Já ég er sammála því. Ég lærða það af honum, hann er alltaf á sníkjunni sko. Ég er búinn að vera með honum í herbergi núna í 2 ár í landsliðinu. Ég er búinn að læra helstu brellurnar við að vera á sníkjunni hann er mjög góður í því.” EM 2020 í handbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Bjarki Már Elísson var frábær í dag með 11 mörk úr 13 tilraunum. „Okkur langaði bara að fara með sigur inn í sumarfrí. Það var vont bragð í munninum eftir leikinn við Grikki. Við ætluðum okkur að fara með góða skapið inn í sumarfrí og við náðum því,” sagði Bjarki Már Elísson eftir leik dagsins. Bjarki Már spilaði bara í seinni hálfleik í dag en skoraði samt 11 mörk. En ætli hann hafi skorað svona mörg mörk í einum hálfleik áður? „Ég man ekki til þess. Þetta er ánægjulegt bara. Skemmtilegt að fá öll þessi auðveldu mörk, ég er mjög sáttur.” Mörg af þessum mörkum komu úr hraðaupphlaupum þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Íslands gaf boltann á Bjarka. Viktor var að verja vel og fann Bjarki oft á ferðinni. Bjarki var í stuði eftir að hafa heyrt góða tónlist í hálfleik. „Þegar hann ver boltann og sendir fram er það mjög gaman, annars ekki. Ég var búinn að segja við hann áður en seinni hálfleikurinn byrjaði að ég væri í stuði í dag. Ég var í stuði vegna þess að í hálfleik heyrði ég nýja sumarlagið með Kingó Veðurguð og Gumma Tóta. Þá sagði ég honum að vera tilbúinn að henda honum fram á mig og það var mjög gaman.” Arnór Þór Gunnarsson herbergisfélagi Bjarka í landsliðinu sagði skömmu áður í viðtali við Vísi að Bjarki hafi verið á sníkjunni í leik dagsins. Að vera á sníkjunni er að sníkja sér fram í skyndisóknir til að vera á undan vörninni tilbaka. „Já ég er sammála því. Ég lærða það af honum, hann er alltaf á sníkjunni sko. Ég er búinn að vera með honum í herbergi núna í 2 ár í landsliðinu. Ég er búinn að læra helstu brellurnar við að vera á sníkjunni hann er mjög góður í því.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita