80 prósent mæting Arons til Kölnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2019 10:30 Aron Pálmarsson þarf að fara að kaupa sér hús í Köln. vísir/getty Aron Pálmarsson og félagar í Spánarmeistaraliði Barcelona komust örugglega til Kölnar á Final Four-helgina í Meistaradeild Evrópu um helgina þegar að liðið lagði Nantes, 29-26, í seinni leik liðanna á heimavelli. Börsungar voru mest sannfærandi allra í átta liða úrslitunum og voru eina liðið sem vann bæði heima og að heiman en Aron og félagar lögðu sterkt lið Nantes með sjö mörkum á útivelli og gengu svo frá verkefninu heima um helgina. Þetta verður í tíunda sinn sem úrslitin í Meistaradeildinni ráðast með Final Four-helgi í Lanxess-höllinni í Köln. Fyrst var spilað með þessu fyrirkomulagi árið 2010 en þá vann Aron einmitt Meistaradeildina með Kiel. Aron er á leið í áttunda sinn í úrslitahelgina og er því með 80 prósent mætingu á stærsta svið félagsliðahandboltans en hann hefur unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum, árin 2010 og 2012 með Kiel. Aron hefur tvívegis verið kjörinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar en því miður fyrir Hafnfirðinginn var það í bæði skiptin eftir tap í úrslitaleiknum. Fyrst með Kiel eftir tap gegn Flensburg 2014 og aftur með Veszprém eftir tap gegn Kielce í ótrúlegum úrslitaleik árið 2016 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona er afskaplega sigurstranglegt í Meistaradeildinni þetta árið en það er eina vestur-Evrópuliðið sem komst til Kölnar. Einnig komust Vardar frá Makedóníu, Kielce frá Póllandi og Veszprém frá Ungverjalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjú lið úr austurblokkinni mæta til leiks í Final Four en í fyrra voru þrjú frönsk lið. Annað árið í röð eru engin þýsk lið en fimm ár eru síðan að fleiri en eitt þýskt lið tryggðu sér farseðilinn til Kölnar.Aron í Final Four: 2010: Vann Meistaradeildina með Kiel 2011: Komst ekki með Kiel 2012: Vann Meistaradeildina með Kiel 2013: Tapaði leiknum um bronsið með Kiel 2014: Tapaði úrslitaleiknum með Kiel, valinn bestur 2015: Tapaði leiknum um bronsið með Kiel 2016: Tapaði í úrslitum fyrir Kielce, valinn bestur 2017: Brons með Veszprém 2018: Komst ekki með Barcelona 2019: Kominn í Final Four með Barcelona Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar í Spánarmeistaraliði Barcelona komust örugglega til Kölnar á Final Four-helgina í Meistaradeild Evrópu um helgina þegar að liðið lagði Nantes, 29-26, í seinni leik liðanna á heimavelli. Börsungar voru mest sannfærandi allra í átta liða úrslitunum og voru eina liðið sem vann bæði heima og að heiman en Aron og félagar lögðu sterkt lið Nantes með sjö mörkum á útivelli og gengu svo frá verkefninu heima um helgina. Þetta verður í tíunda sinn sem úrslitin í Meistaradeildinni ráðast með Final Four-helgi í Lanxess-höllinni í Köln. Fyrst var spilað með þessu fyrirkomulagi árið 2010 en þá vann Aron einmitt Meistaradeildina með Kiel. Aron er á leið í áttunda sinn í úrslitahelgina og er því með 80 prósent mætingu á stærsta svið félagsliðahandboltans en hann hefur unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum, árin 2010 og 2012 með Kiel. Aron hefur tvívegis verið kjörinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar en því miður fyrir Hafnfirðinginn var það í bæði skiptin eftir tap í úrslitaleiknum. Fyrst með Kiel eftir tap gegn Flensburg 2014 og aftur með Veszprém eftir tap gegn Kielce í ótrúlegum úrslitaleik árið 2016 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona er afskaplega sigurstranglegt í Meistaradeildinni þetta árið en það er eina vestur-Evrópuliðið sem komst til Kölnar. Einnig komust Vardar frá Makedóníu, Kielce frá Póllandi og Veszprém frá Ungverjalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjú lið úr austurblokkinni mæta til leiks í Final Four en í fyrra voru þrjú frönsk lið. Annað árið í röð eru engin þýsk lið en fimm ár eru síðan að fleiri en eitt þýskt lið tryggðu sér farseðilinn til Kölnar.Aron í Final Four: 2010: Vann Meistaradeildina með Kiel 2011: Komst ekki með Kiel 2012: Vann Meistaradeildina með Kiel 2013: Tapaði leiknum um bronsið með Kiel 2014: Tapaði úrslitaleiknum með Kiel, valinn bestur 2015: Tapaði leiknum um bronsið með Kiel 2016: Tapaði í úrslitum fyrir Kielce, valinn bestur 2017: Brons með Veszprém 2018: Komst ekki með Barcelona 2019: Kominn í Final Four með Barcelona
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira