Lífið

Flugmaður Air Iceland Connect lýsir beygjunni svakalegu inn að Ísafjarðarflugvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu..
Skjáskot úr myndbandinu..

Hér gefur að líta áhugavert myndband sem sýnir aðflug að Ísafjarðarflugvelli, sem er alræmt vegna beygjunnar sem flugmenn þurfa að taka í botni Skutulsfjarðar til að stýra flugvélinni upp í mótvind áður en lent er á vellinum.

Í upphafi myndbandsins má sjá Jónas Jónasson, flugstjóra hjá Air Iceland Connect, fara yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar flogið er til Ísafjarðar.

Segir hann flugmenn þurfa sérstaka þjálfun til að geta flogið til Ísafjarðar og að flugfélagið starfi á undanþágu frá evrópskum flugmálayfirvöldum, EASA.

Myndbandið var tekið fyrir nokkrum árum, þó ekki meira en tveimur þar sem sjá má sérstakan vegslóða í fjallinu Kubba í botni fjarðarins þar sem unnið var að uppsetningu snjóflóðavarna, en vegurinn var lagður árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.