Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Halldór Garðar jarðaði Hörð Axel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Sævar Sævarsson lét Hörð Axel Vilhjálmsson og aukaleikara Keflavíkur heyra það fyrir frammistöðu þeirra í tapinu fyrir Þór Þ., 89-81, í gær.Hörður Axel skoraði aðeins sex stig á meðan leikstjórnandi Þórs, Halldór Garðar Hermannsson, var stigahæstur á vellinum með 34 stig.„Það er ábyggilega einn maður í Keflavík að hugsa sinn gang. Þú ferð ekki í leik, nýkominn úr bikarleik þar sem þú skoraðir núll stig, og þú ert gjörsamlega jarðaður,“ sagði Sævar í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.„Að fá 34 stig í andlitið á þér og vera gjörsamlega pakkað saman, þú hlýtur að þurfa að hugsa þinn gang. Þú ert einn af leiðtogum liðsins og einn af þeim sem hinir líta til.“Khalil Ahmad, Dominykas Milka og Deane Williams skoruðu 67 af 81 stigi Keflavíkur í leiknum. Íslensku leikmenn liðsins náðu sér hins vegar engan veginn á strik.„Það er fullt af fólki að vinna baki brotnu að safna peningum, selja einhverja happdrættismiða. Sýndu virðingu og spilaðu eins og maður. Mér finnst þetta vandræðalegt,“ sagði Sævar.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.