Körfubolti

Knicks rak þjálfarann eftir átta töp í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Fizdale, fyrrverandi þjálfari New York Knicks.
David Fizdale, fyrrverandi þjálfari New York Knicks. vísir/getty

New York Knicks hefur rekið þjálfarann David Fizdale. Adrian Wojnarowski á ESPN greindi frá þessu.


Knicks hefur tapað átta leikjum í röð og er með versta árangurinn í Austurdeildinni í NBA; fjóra sigra og 18 töp. Knicks hefur aldrei byrjað verr í sögu félagsins.

Fizdale tók við Knicks fyrir síðasta tímabili. Í fyrra var liðið með versta árangurinn í deildinni; 17 sigra og 65 töp.

Knicks hefur verið eitt lélegasta liðið í NBA undanfarin ár og ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2013.

Fizdale þjálfaði Memphis Grizzlies áður en hann tók við Knicks. Þá var hann lengi aðstoðarþjálfari Miami Heat.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.