Körfubolti

Knicks rak þjálfarann eftir átta töp í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Fizdale, fyrrverandi þjálfari New York Knicks.
David Fizdale, fyrrverandi þjálfari New York Knicks. vísir/getty
New York Knicks hefur rekið þjálfarann David Fizdale. Adrian Wojnarowski á ESPN greindi frá þessu.Knicks hefur tapað átta leikjum í röð og er með versta árangurinn í Austurdeildinni í NBA; fjóra sigra og 18 töp. Knicks hefur aldrei byrjað verr í sögu félagsins.Fizdale tók við Knicks fyrir síðasta tímabili. Í fyrra var liðið með versta árangurinn í deildinni; 17 sigra og 65 töp.Knicks hefur verið eitt lélegasta liðið í NBA undanfarin ár og ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2013.Fizdale þjálfaði Memphis Grizzlies áður en hann tók við Knicks. Þá var hann lengi aðstoðarþjálfari Miami Heat.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.